Forsíða

Fréttir

Fimmtudagur, 23. febrúar 2017 - 21:45
Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 11. mars n.k. í sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Salurinn heitir Konnakot og er á 2. hæð (bjalla 204). 
 
Aðalfundur Flateyjarveitna hefst kl. 13:00 og er dagskráin eftirfarandi:
  1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2016 
  2. Reikningar félagsins fyrir undanfarandi starfsár 2016 
  3. Fjárhagsáætlun stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár 2017 
sunnudagur, 1. janúar 2017 - 21:15

Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem nú er liðið.

Föstudagur, 5. ágúst 2016 - 1:30

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina og eru þeir sem þar dvelja beðnir um að taka með sér góða skapið og a.m.k. sólarvörn nr. 30 því spáin er sólrík. Dagskráin er annars á þessa leið:

Föstudagur
kl. 21:00 Bingó í Frystihúsinu með glæsilegum vinningum - allir fá 1 frítt spjald, en þeir sem eru þvílíkt peppaðir geta keypt sér aukaspjald á 500 kr. 

Fimmtudagur, 4. ágúst 2016 - 23:00

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Hátíðarmessa verður í Flateyjarkirkju laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14:00. Okkar nýi prestur sr. Hildur Björk Hörpudóttir mun messa, organisti er Halldór Þórðarson og verður kór Reykholtsprestakalls með í för til að gleðja okkur með söng. Ítarlegri messuskrá verður dreift meðal kirkjugesta þannig að allir geta sungið með og altarisganga verður í okkar fallegu kirkju. 

Pages