Forsíða

Fréttir

Þriðjudagur, 23. febrúar 2016 - 22:30

Föstudaginn 19. febrúar síðastliðinn fundaði stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Tilefni fundarinns voru bréfaskriftir milli FFF og sveitastjórnarinnar varðandi beiðni íbúa í Flatey um flutning stjórnsýslu eyjarinnar til Stykkishólms. Þó bréfið hafi verið undirstaða fundarins var víða komið við í umræðum enda af nógu af taka þegar hagsmunir Flateyjar eru annars vegar. Ljóst er að vilji er af beggja hálfu að standa fyrir málþingi um málefni sveitarfélagsins og Flateyjar.

mánudagur, 15. febrúar 2016 - 21:45

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 12. mars nk. í félagsheimili Fáks í Víðidal. 

Veislustjórn er í höndum Byggðarendafólks og eru allar líkur á að þau fari með gamanmál og önnur mál eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitin Royal mun leika fyrir dansi.

Miðaverð er kr. 6.500 og lágmarksálagning verður á barnum. 

Skráning á hátíðina sendist á netfangið sudurtun34@simnet.is

Miðvikudagur, 10. febrúar 2016 - 22:00
Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna félagsins. Með Umhverfisverðlaunum Framfarafélagsins vill félagið efla vitund félagsmanna fyrir bættri umgengni í Flatey og verða verðlaunin afhent á vetrarhátíð félagsins 12. mars nk. Tilnefningar með rökstuðningi skulu berast á gydast@simnet.is fyrir 25. febrúar 2016.
Þau hús sem fengið hafa verðlaunin frá stofnun þeirra eru:
 
2014 Strýta
2013 Frystihúsið
2012 Vorsalir
2011 Krákuvör
Miðvikudagur, 10. febrúar 2016 - 9:45

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 12. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Þau Hörður Gunnarsson og Svava Sigurðardóttir munu víkja úr stjórn að þessu sinni, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem þau hafa nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda hrikalega gefandi og skemmtilegt að vinna að hagsmunum Flateyinga. Áhugasamir sendi framboð og fyrirspurnir á Gyðu Steinsdóttur, gydast@simnet.is, formann Framfarafélags Flateyjar.

Pages