Forsíða

Fréttir

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 - 14:00

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps ályktun þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Í ályktuninni óskar stjórn FFF eftir nánari útskýringum og rökstuðningi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps og skorar á hana að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar.

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 - 14:45
Erindi íbúa Flateyjar, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms, var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps sl. fimmtudag. Í stuttu máli leggst sveitarstjórnin gegn flutningnum, telur hann ekki þjóna hagsmunum Reykhólahrepps og erfitt sé að sjá grundvöll fyrir því að hagsmunum íbúa eyjarinnar sé betur borgið ef stjórnsýsla hennar heyrði undir Stykkishólmsbæ.
 
Fundargerðina í heild sinni má nálgast hér.
Flatey
Fimmtudagur, 29. október 2015 - 20:30

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um flutning stjórnsýslu Flateyjar frá Reykhólum til Stykkishólms vill stjórn FFF koma því á framfæri að málið hefur verið rætt innan hennar. Stjórnin hefur fullan skilning á óskum íbúa Flateyjar og telur að hagsmunir félagsmanna og íbúa geti vel farið saman en félagið mun ekki beita sér í málinu að svo stöddu. Stjórnin vill koma því á framfæri að sumarhúsaeigendur í Flatey eru ekki lögformlegir aðilar að málinu.

Vetrarríki í Flatey
Laugardagur, 19. september 2015 - 12:00

Þegar fækka tekur smábátum í Grýluvogi og stærri bátar eru
horfnir af viðlegubólum sínum í Hafnarey, þá er haustið komið
í Flatey.  Þetta er viðburður sem er eins ársviss og þegar krían hverfur með stálpaða unga sína og ritan er horfin úr bjarginu í Höfninni.

Laugardaginn 29. ágúst kl 14:15 leysti Blíðfari landfestar og setti stefnuna á Oddbjarnarsker.  Það voru þeir Guðmundur á Myllustöðum og Gunnar í Eyjólfshúsi sem ætluðu að sigla þessu stolta fleyi alla leið til Keflavíkur þar sem þessi ágæti bátur hefur átt sína vetrarhöfn á umliðnum árum.

Pages