Forsíða

Fréttir

mánudagur, 7. september 2015 - 22:00

Umhverfisstofnun hefur nú hafið vinnu við gerð verndar-
og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey í Breiðafirði. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd við gerð áætlunarinnar og í henni sitja Hákon Ásgeirsson sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Áslaug Berta Guttormsdóttir Reykhólahrepp, Kristín Ingimarsdóttir Framfarafélag Flateyjar, Hafsteinn Guðmundsson og Svanhildur Jónsdóttir ábúendur í Flatey. Verndar- og stjórnunaráætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig standa skuli að viðhaldi verndargildi þess.

Föstudagur, 14. ágúst 2015 - 22:00

Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi skrifar:          Í hugum fjölmargra Flateyinga er Flateyjar-Freyr trékarl austast á eyjunni  sem er búinn að standa þar fyrir veðri og vindum um tugi ára.  Í hugum barna og unglinga er þessi sami Freyr ”tippakarlinn” sem gaman er að heimsækja á sólríkum dögum og setja skeljar við og hengja á hann þara og fjörugróður.  En í rauninni er Flateyjar-Freyr svo miklu, miklu meira og saga hans bæði margslunginn og áhugaverð þannig að nauðsynlegt er að halda henni á lofti.

Föstudagur, 31. júlí 2015 (All day)

Gunnar Sveinsson skrifar:
Eins og Flateyingar muna vafalaust varð allmikil uppræða um komu
skemmtiferðaskipa til Flateyjar og hve mikið þessir ferðamenn skila

Föstudagur, 17. júlí 2015 - 23:00

Gunnar Sveinsson skrifar:
23. júní s.l. komu tignir gestir í heimsókn
til Flateyjar. Hér voru á ferð vígslubiskup
Skálholtsumdæmis, Kristján Valur Ingólfsson,

Pages