Forsíða

Fréttir

Þriðjudagur, 1. apríl 2014 - 17:30

 Á heimasíðu Framfarafélagsins hafa birst nokkrir pistlar eftir Gunnar Sveinson í Eyjólfshúsi um bækur  tengdar sögu Flateyjar. Gunnar er mikill áhugamaður um málefni Flateyjar og í pistlum sínum hefur hann tengt saman söguna við nútimann. Skrif Gunnars á heimasíðu félagsins er okkur hinum hvatning um að taka upp pennann og setja á blað hugrenningar okkar um Flatey, bæði menn og málefni
 
Gunnar Sveinsson hefur orðið:

Miðvikudagur, 19. mars 2014 - 10:30

Frá fréttaritara á Vetrarhátíð Framfarafélagsins:

Vetrarhátíð Framfarafélagsins sem haldinn var 8. mars var fjölsótt sem áður, þetta árið héldu Veturbúðingar utan um hátíðina af stakri prýði.
Fastur liður á vetrarhátíð er veiting Umhverfisverðlauna Framfarafélags Flateyjar og hlutu þau í ár eigendur Þrískerja fyrir viðgerð á frystihúsinu.

Fram kom að það var algjör samhljómur hjá dómnefnd að veita Þrískerjahópnum viðurkenninguna enda sjaldséð önnur eins stakkaskipti á einu húsi.

Miðvikudagur, 19. mars 2014 - 9:30

Aðalfundur Framfarafélags Flateyjar var haldinn 8. mars sl. Á fundinum var kosinn nýr formaður - Gyða Steinsdóttir í Sunnuhvoli,  fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi. Aðrir í stjórn eru Hörður Gunnarsson, Vesturbúðum - Svava Sigurðardóttir, Eyjólfshúsi - Kristín Ingimarsdóttir, Sólbakka og Kjartan Þór Ragnarsson, Sólheimum. Úr stjórn gengu Ingveldur Eyþórsdóttir og Albert Páll Sigurðsson. Ritnefnd óskar nýrri stjórn  velfarnaðar í starfi - af mörgu er að taka.

Á aðalfundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

Þriðjudagur, 18. mars 2014 - 10:30

Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi skrifar:
Ævar Petersen sá ágæti fuglasérfræðingur og velunnari Flateyjar hefur til margra ára safnað örnefnum í Flatey samhliða því að huga fuglalífi.  Hann hefur nú tekið saman stórmerkilega bók um þetta annað áhugamál sitt sem vonast er til að komi út fljótlega.

Fjölmörg örnefni í þessari bók þykist ég vita að hinn venjulegi Flateyingur viti ekkert um eða hafi heyrt;

Pages