Fréttir

Miðvikudagur, 19. febrúar 2020 - 23:00

Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 7. mars n.k. í sal Lions á Íslandi, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.

Fimmtudagur, 23. janúar 2020 - 22:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna félagsins fyrir árið 2019, en með Umhverfisverðlaunum Framfarafélagsins vill félagið efla vitund félagsmanna fyrir bættri umgengni í Flatey. Tilnefningar með rökstuðningi skulu berast á gydasteins70@gmail.is fyrir 20. Febrúar nk.

Fimmtudagur, 23. janúar 2020 - 22:30

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 7. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Daði Heiðar Sigurþórsson mun víkja úr stjórn að þessu sinni sem og Gyða Steinsdóttir formaður, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem hún hefur nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda ákaflega gefandi og mikilvægt að vinna að hagsmunum okkar Flateyinga. Framboð og fyrirspurnir sendist á Gyðu Steinsdóttur, gydasteins70@gmail.is, fráfarandi formann Framfarafélags Flateyjar.

Pages