Fréttir

Föstudagur, 5. ágúst 2016 - 1:30

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina og eru þeir sem þar dvelja beðnir um að taka með sér góða skapið og a.m.k. sólarvörn nr. 30 því spáin er sólrík. Dagskráin er annars á þessa leið:

Föstudagur
kl. 21:00 Bingó í Frystihúsinu með glæsilegum vinningum - allir fá 1 frítt spjald, en þeir sem eru þvílíkt peppaðir geta keypt sér aukaspjald á 500 kr. 

Fimmtudagur, 4. ágúst 2016 - 23:00

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Hátíðarmessa verður í Flateyjarkirkju laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14:00. Okkar nýi prestur sr. Hildur Björk Hörpudóttir mun messa, organisti er Halldór Þórðarson og verður kór Reykholtsprestakalls með í för til að gleðja okkur með söng. Ítarlegri messuskrá verður dreift meðal kirkjugesta þannig að allir geta sungið með og altarisganga verður í okkar fallegu kirkju. 

Fimmtudagur, 21. júlí 2016 - 12:15

Næstkomandi þriðjudag (26. júlí) stendur Framfarafélag Flateyjar fyrir skyndihjálparnámskeiði í Saltkjallarnum á Hótel Flatey. Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir fyrstu viðbrgöð við slysum í Flatey og munu þátttakendur fá kennslu og leiðsgn í skyndihjálp og endurlífgun. Leiðbeinandi er Einar Þór Strand, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður.

Námskeiðið hefst kl. 14:00 og er aðgangur ókeypis. Við hvetjum alla íbúa, húseigendur og gesti til að mæta - það gæti skipt sköpum þegar á reynir.

Pages