Fréttir

Föstudagur, 24. júní 2016 - 18:15
Kæru Flateyingar nær og fjær,
 
Minnum á fund Reykhólahrepps og Framfarafélagsins (FFF) um málefni Flateyjar sem haldinn verður mánudaginn 27. júní nk. í Saltkjallaranum á Hótel Flatey. Um er að ræða fund sem fyrirhugaður var 8. apríl sl., en var frestað þar til nú. Frá Reykhólahreppi munu mæta til fundarins fulltrúar sveitarstjórnar, dreifbýlisnefndar og slökkviliðs, en það er einmitt stefnt á að halda slökkviliðsæfingu fyrr um daginn. Þennan sama dag verða fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar í eyjunni til að skoða höfnina og landbrot. 
Þriðjudagur, 10. maí 2016 - 22:15

Framfarafélagið stendur fyrir hreinsunardegi í Flatey nk. laugardag kl. 14 og er mæting á reitnum fyrir framan hótelið þar sem ruslapokar verða afhentir. Ef yfirborðsefni verður komið til stígagerðar eru félagsmenn FFF beðnir um að hjálpa til við að klára það verk. Að vinnu lokinni munum viið grilla pylsur og gera okkur glaðan dag. Hlökkum til að sjá þig!

Þriðjudagur, 19. apríl 2016 - 23:15

Fundargerð aðalfundar Framfarafélags Flateyjar 2016 má nálgast hér.

Pages