Forsíða

Fréttir

mánudagur, 5. nóvember 2018 - 10:30

Stýrihópur um Verndarsvæði í byggð í Flatey boðar til fundar föstudaginn 9. nóvember næstkomandi klukkan 16:00-18:30 í húsakynnum Alta að Ármúla 32 í Reykjavík . Markmið fundarins er að kynna fyrirliggjandi tillögu um áherslur fyrir Flatey sem verndarsvæði í byggð. Einnig mætir á  fundinn mætir Pétur H. Ármannsson frá Minjastofnun sem fræðir okkur um lögin um verndarsvæði í byggð, samhengi þeirra og áhrif á Flatey. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 7. nóvember til gydast@simnet.is eða í síma 862 4369.

Miðvikudagur, 8. ágúst 2018 - 23:45

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina þegar hinir árlegu Flateyjardagar fara fram. Spáin er góð og tilvalið fyrir alla sem tök hafa á að skella sér í eyjuna fögru og gleðjast með góðu fólki. Dagskráin er meðal annars á þessa leið:

Föstudagur

Kl. 22:00 Barsvar (Pub quiz) í Saltkjallaranum 

Laugardagur

Föstudagur, 27. júlí 2018 - 12:15
Laugardaginn 11. ágúst n.k. kl 14:00 verður hátíðarmessa í Flateyjarkirkju. Okkar ágæti prestur séra Hildur Björk Hörpudóttir mun messa og með í för er hinn frábæri organisti Ingimar Ingimarsson og kór Reykhólaprestakalls.
Þar sem Hildur Björk er að hætta sem prestur Reykhólaprestakalls er þetta kveðjumessa og viljum við Flateyingar og Inneyingar kveðja hana með virtum og þakka fyrir góða viðkynningu og prestþjónustu við Flateyjarkirkju á umliðnum árum.
 
Þriðjudagur, 24. júlí 2018 - 23:45

Í aðsendri grein frá Gunnari Sveinssyni er fjallað um ástand vega í Flatey.

Það er mjög langt síðan að ég hef séð þennan þjóðveg okkar númer eitt í eins lélegu ástandi og nú.  Nú verður SAGAFILM að gera eitthvað í þessum málum enda vill þetta ágæta fyrirtæki skila vel við eftir myndatökur.  Við skorum á forsvarsmenn SAGAFILM og talsmenn Reykhólahrepps að taka þetta mál föstum tökum og bregðast við snarlega um endurbætur og viðgerðir á vegi Flateyinga.

Pages