Forsíða

Fréttir

Miðvikudagur, 30. mars 2016 - 23:15

Fyrirhuguðu málþingi með fulltrúum Reykhólahrepps um málefni Flateyjar hefur verið frestað fram á sumar. Til stóð að málþingið færi fram í Reykjavík þann 8. apríl nk., en eftir viðræður við sveitarstjóra Reykhólahrepps þótti skynsamlegast að fresta fundi til 27. júní og að hann færi fram í Flatey til tryggja þátttöku íbúa eyjarinnar sem best. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Þriðjudagur, 22. mars 2016 - 17:30
Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni í Flatey á Breiðafirði í sumar. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo mánuði, eða eftir samkomulagi, við almenn störf í eyjunni. Þar má nefna slátt og hirðingu, hreinsun og tiltekt á opnum svæðum, viðhald stíga og aðstoð á höfninni við komu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Jafnframt þessu almenna aðstoð og upplýsingagjöf við íbúa, sumarhúsaeigendur og ferðafólk sem sækir eyjuna heim.
 
Miðvikudagur, 2. mars 2016 - 17:15

Kafli úr sögu Lukku - hleypt í Höskuldsey.  Það var að áliðinni góu, veturinn 1941. Faðir minn, Jens Nikulásson bóndi í Sviðnum, hafði Öllu og Summa í húsmennsku þetta ár. Þau bjuggu frammi á dyralofti og hétu fullu nafni Aðalheiður Ólafsdóttir og Sumarliði Sigurðsson. Annað heimilisfólk var móðir mín Dagbjört Andrésdóttir og amma, Klásína Guðfinnsdóttir að ógleymdum honum Eiði Stefánssyni, sem tilheyrði hugarheimi bernsku minnar, álíka forn og veðurbarinn eins og hlaðni túngarðurinn neðan við Flötina, eða Varðan á Kastalanum.

Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 - 23:30
Aðalfundur Framfarafélags Flateyjar verður haldinn laugardaginn 12. mars n.k. klukkan 14:00 í sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Salurinn heitir Konnakot og er á 2. hæð (bjalla 204).
 
Dagskrá aðalfundar Framfarafélagsins er eftirfarandi:
  1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2015.
  2. Reikningar félagsins fyrir árið 2015 lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fram til umræðu og samþykktar.

Pages