Fréttir

Fimmtudagur, 23. janúar 2020 - 22:15

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 7. mars nk. í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Húsið opnar í kringum kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Veislustjórn er í höndum stórfjölskyldunnar í Bræðraminni sem mun taka fagnandi á móti Flateyingum í gleði og söng. Borðin munu að venju svigna af kræsingum og barinn verður fullur af fjöri á svona líka hóflegu verði.

Miðaverð er 7.500 kr.

Laugardagur, 10. ágúst 2019 - 17:00

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina þegar hinir árlegu Flateyjardagar fara fram. Spáin er príðileg og tilvalið fyrir alla sem tök hafa á að skella sér í eyjuna fögru og gleðjast með góðu fólki. Dagskráin er meðal annars á þessa leið:

Föstudagur

Kl. 20:30 Barsvar (Pub quiz) í Saltkjallaranum 

Laugardagur

Fimmtudagur, 8. ágúst 2019 - 0:15
Laugardaginn 10. ágúst n.k. kl 14:00 verður hátíðarmessa í Flateyjarkirkju. Séra Anna Eiríksdóttir prestur Dalaprestakalls mun messa og með í för verður organistinn Halldór Þorgils Þórðarson og kór Dalaprestakalls. Minningu Sigvalda Kaldalóns verður haldið á lofti og falleg lög hans munu án efa óma í kirkjunni.
 

Pages